Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Christine Due mun koma til okkar í maí á næsta ári. Þriggja daga námskeið verður haldið um Hvítasunnuhelgina, 30. maí – 1.júní. Breytingin er sú að nú er námskeiðið í þrjá daga en ekki tvo eins og síðast. Eins og fyrr verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk (hundar eldri en 2ja ára). Kostnaður er ekki orðinn staðfestur en verður um 15.000 – 20.000. Þeir sem vilja tryggja sér pláss er bent á að senda póst á netfangið vorsteh@vorsteh.is
Christeine við kennslu vorið 2019.
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Námskeið með Christine Due vorið 2020.
Fuglahundadeild hélt sækipróf helgina 27 – 28 júlí, dómari var Patrik Sjöström dómaranemi var Unnur Unnsteinsdóttir, fulltrúi HRFÍ var Guðni Stefánsson og prófstjórar voru Haukur Reynisson og Einar Örn Rafnsson. Met þátttaka var í prófin, 19 hundar voru skráðir. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem haldið var sækipróf fyrir meginlandshunda og dæmt eftir ný samþykktum íslenskum reglum. Þeir Vorsteh hundar sem tóku þátt tóku allir þátt í hefðbundnu sækiprófi.
Laugardagur 27. júlí.
Unghundaflokkur.
Icel Artemis Dáð – 1.einkunn með fullt hús stiga og besti hundur prófs í unghundaflokki.
Eigandi og leiðandi Leifur Einar Einarsson.
Opin flokkur.
Munkefjellets Mjöll 1.einkunn.
Leiðandi Mekkín Gísladóttir.
IceArtemis Mjölnir 1.einkunn og besti hundur prófs í i opnum flokki.
Eigandi og leiðandi Lárus Eggertsson.
Sångbergets Jökulheima Laki 2.einkunn.
Leiðandi Einar Örn Rafnsson
Gg. Sef – 2. einkunn.
Eigandi og leiðandi Guðni Stefánsson
Ice Artemis Hera 2. einkunn.
Eigandi og leiðandi Sigurður Arnet Vilhjálmsson.
Sunnudagur 28. júlí.
Unghundaflokkur.
Ice Artemis Dáð 1.einkunn með fullt hús stiga og besti hundur prófs í unghundaflokki.
Eigandi og leiðandi Leifur Einar Einarsson.
Fjallatind Freyr 2. einkunn.
Eigandi og leiðandi Díana Sigurfinnsdóttir
Opin flokkur.
Munkefjellets Mjöll 2 .einkunn.
Leiðandi Mekkín Gísladóttir.
Ice Artemis Hera 1. einkunn.
Eigandi og leiðandi Sigurður Arnet Vilhjálmsson.
IceArtemis Mjölnir 1.einkunn.
Eigandi og leiðandi Lárus Eggertsson.
Sångbergets Jökulheima Laki 1 .einkunn með fullt hús stiga og besti hundur prófs í opnum flokki.
Leiðandi Einar Örn Rafnsson
Gg. Sef 1. einkunn.
Eigandi og leiðandi Guðni Stefánsson
Óskum öllu einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn, einnig viljum við þakka félögum okkar í FHD fyrir frábæra helgi, glæsilegt próf, frábærir hundar og yndislegir leiðendur.
Í Noregi um helgina tók IceArtemis Tinika einnig þátt í sækiprófi og var með 1.einkunn báa dagana með fullt hús stiga og var valinn besti hundur helgarinnar á Nvk Hedmark og Oppland. IceArtemis Tinika og IceArtemis Dáð eru gotsystur og rétt rúmlega ársgamlar.
Ice Artemis Dáð og Leifur Einar Einarsson.
Ice Artemis Dáð og Leifur, Siggi og Hera og Lalli og Mjölnir.
Mekkin og Mjöll, Lalli og Mjölnir og Leifur og DáðIce Artemis Tinka – Íslenska prinsessan í Noregi.Unnur, Einar, Patrik, Laki og Yrsa.
Við setningu prófs sunnudaginn 28.júlí.
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Sækipróf FHD helgina 27 – 28 júlí.
Guðni dómari, Leifur og Dáð, Atli og Sika, Óli og Parma, Arnar og Skuggi. Myndi Sigrún & Atli.
Sækipróf Vorsthedeildar var haldið sunnudaginn 23.júní með góðum stuðningi frá Ljósasmiðjunn, Bendi og Famous Grouse. Prófið var haldið við Kóngsveginn og á Hafravatni. Fjórir hundar þreyttu prófið, einn unghundur og þrír hundar í opnum flokki. Guðni Stefánsson dæmdi prófið og dómaranemi var Unnur Unnsteinsdóttir. Allir hundar lönduðu fyrstu einkunn. Til hamingju einkunnahafar með frábæran árangur og takk kærlega fyrir góðan dag.
Unghundaflokkur
Ice Artemis Dáð 1. einkunn
Opin Flokkur
Háfjalla Parma 1. einkunn
Blásskjárs Skuggi Jr. 1. einkunn
Sika ze Strazistských lesu 1. einkunn
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Vorstehdeildar.
Um helgina fór fram tvöföld útisýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Veðrið var á besta veg og sýningin vel heppnuð.
Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní
Rugdelias ØKE Tiur
Í Snögghærðum Vorsteh var Rugdelias ØKE Tiur valinn Besti hundur tegundar (BOB) og Zeldu BST Nikíta Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS) bæði fengu þau NKU meistarastig og Reykjavik Winner titil (RW-19)
Rugdelias ØKE Tiur fór svo áfram í úrslit í tegundahóp og var þar í 2. sæti!
Guðrún H. Stefán M. Díana Katla K. Siggi Benni Mekkín Guðbjörg G
Hundar eldri en 2ja ára
11:30-14:00.
Atli Ómarsson Sigurður Arnet Stefán K. Hilda F. Lárus E. Þengill
14:30-17:00.
Unnur Berglind Katla K. Melkorka María. Guðbjörg G. Kristín J.
Unnur U.
Staðsetning : Sólheimakot (dagurinn byrjar á fyrirlestri.)
Taka með sér: Nammi fyrir hundinn (passa að vera með nóg), 2 dummy og flautu. Gerum ráð fyrir að fara í vatn á sunnudeginum þá er gott að taka með sér stígvél / vöðlur, flugnanet og langa línu fyrir þá sem eru óvanir vatni.
Við biðjum þátttakendur að mæta á réttum tíma og gott er að vera búin að hreyfa hundinn.
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar fyrir námskeið með Christine Due 15. og 16. júní
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á
vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.isog muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf
að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249. Gjaldið er 5700 fyrir
einn dag og 8600 fyrir tvo daga. Síðasti skráningardagru er 18.júní á miðnætti.
´
Í ár erum við á nýjum stað eða á Úlfljótsvatni, hægt er að gista á tjaldsvæðinu fyrir þá sem vilja nota tækifræið og skella sér í útilegu. Kostaður per mann á tjaldsvæðinu per nótt er 1933.- kr frítt fyrir 16 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa svefnpokagistingu inn í stóra húsinu og kostar herbergi með plássi fyrir 4 15.600.- kr stakt rúm kostar 4.100.- kr
Þeir sem vilja panta gistingu í skála að senda póst á vorsteh@vorsteh.is