Skráningafrestur á gjaldskrá 1: 21. júlí, kl. 23:59
Skráningafrestur á gjaldskrá 2: 28. júlí, kl. 23:59
Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir skráningu má finna HÉR

Skráningafrestur á gjaldskrá 1: 21. júlí, kl. 23:59
Skráningafrestur á gjaldskrá 2: 28. júlí, kl. 23:59
Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir skráningu má finna HÉR

Þann 15.júní 2019 tóku í gildi nýjar reglur varðandi skráningu í ættbók.

Sækipróf Vorsthedeildar var haldið sunnudaginn 23.júní með góðum stuðningi frá Ljósasmiðjunn, Bendi og Famous Grouse. Prófið var haldið við Kóngsveginn og á Hafravatni. Fjórir hundar þreyttu prófið, einn unghundur og þrír hundar í opnum flokki. Guðni Stefánsson dæmdi prófið og dómaranemi var Unnur Unnsteinsdóttir. Allir hundar lönduðu fyrstu einkunn. Til hamingju einkunnahafar með frábæran árangur og takk kærlega fyrir góðan dag.
Unghundaflokkur
Ice Artemis Dáð 1. einkunn
Opin Flokkur
Háfjalla Parma 1. einkunn
Blásskjárs Skuggi Jr. 1. einkunn
Sika ze Strazistských lesu 1. einkunn





Sökum dræmrar þáttöku hefur verið ákveðið að færa Sækipróf Ljósasmiðjunnar og Bendis að Sólheimakoti og verður einungis prófað Sunnudaginn 23. júní
Dómari: Guðni Stefánsson
Prófstjóri: Díana Sigurfinnsdóttir
Dómaranemi: Unnur Unnsteinsdóttir
Nafnakall kl. 9:00 í Sólheimakoti
Unghundaflokkur:
Ice Artemis Dáð
Fjellamellas AC Nordan Garri
Opinn Flokkur:
Háfjalla Parma
Bláskjárs Skuggi Jr.
Sika ze Strazistských lesu
Um helgina fór fram tvöföld útisýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Veðrið var á besta veg og sýningin vel heppnuð.
Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní

Í Snögghærðum Vorsteh var Rugdelias ØKE Tiur valinn Besti hundur tegundar (BOB) og Zeldu BST Nikíta Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS) bæði fengu þau NKU meistarastig og Reykjavik Winner titil (RW-19)
Rugdelias ØKE Tiur fór svo áfram í úrslit í tegundahóp og var þar í 2. sæti!
Önnur úrslit í Snögghærðum Vorsteh má finna HÉR
Í Strýhærðum Vorsteh var Hlaðbrekku Irma Besta ungviði tegundar (4-6 mánaða)
Önnur úrslit úr Strýhærðum Vorsteh má finna HÉR
Alþjóðleg sýning 9. júní

Því miður áttu hvorki Snögghærðir eða Strýhærðir Vorsteh fulltrúa í Tegundahópi þennan daginn.
Strýhærði Vorsteh hvolpurinn Hlaðbrekku Galdur var Besta ungviði tegundar og náði í topp 7 úr stórum hópi í úrslitum um Besta ungviði sýningar
Úrslit úr Snögghærðum Vorsteh má finna HÉR
Úrslit úr Strýhærðum Vorsteh má finna HÉR
Dagskrá:
Hundar yngri en 2já ára – unghundar
kl. 8 – 11.
Guðrún H.
Stefán M.
Díana
Katla K.
Siggi Benni
Mekkín
Guðbjörg G
Hundar eldri en 2ja ára
11:30-14:00.
Atli Ómarsson
Sigurður Arnet
Stefán K.
Hilda F.
Lárus E.
Þengill
14:30-17:00.
Unnur Berglind
Katla K.
Melkorka María.
Guðbjörg G.
Kristín J.
Unnur U.
Staðsetning : Sólheimakot (dagurinn byrjar á fyrirlestri.)
Taka með sér: Nammi fyrir hundinn (passa að vera með nóg), 2 dummy og flautu. Gerum ráð fyrir að fara í vatn á sunnudeginum þá er gott að taka með sér stígvél / vöðlur, flugnanet og langa línu fyrir þá sem eru óvanir vatni.
Við biðjum þátttakendur að mæta á réttum tíma og gott er að vera búin að hreyfa hundinn.


Hvenær: 22- 23 júní.
Staðsetning: Við Úlfljóstvatn og í nágrenni.
Dómari: Guðni Stefánsson
Dómaranemi: Unnur Unnsteinsdóttir
Prófstjóri: Díana Sigurfinnsdóttir
Flokkar: Unghunda – og opinn flokkur
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.isog muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249. Gjaldið er 5700 fyrir einn dag og 8600 fyrir tvo daga. Síðasti skráningardagru er 18.júní á miðnætti. ´
Í ár erum við á nýjum stað eða á Úlfljótsvatni, hægt er að gista á tjaldsvæðinu fyrir þá sem vilja nota tækifræið og skella sér í útilegu. Kostaður per mann á tjaldsvæðinu per nótt er 1933.- kr frítt fyrir 16 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa svefnpokagistingu inn í stóra húsinu og kostar herbergi með plássi fyrir 4 15.600.- kr stakt rúm kostar 4.100.- kr
Þeir sem vilja panta gistingu í skála að senda póst á vorsteh@vorsteh.is
Hér er hægt að skoða vefsíðu Úlfljótsvatns http://www.ulfljotsvatn.is/
Úlfljótsvatn er aðeins í 35 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík
Styrktarðailar prófsins eru: Ljósasmiðjan og Bendir
Sumargleðin var haldin í gærkvöldi í frábæru veðri.
Fyrsta þraut var að sækja eins mörg kvikindi eins og hægt var á 5 mínútum. Lögð var út ýmiskinar bráð, rjúpur, lundar, mávar og refur sem gáfu mismörg stig.
Önnur þraut var að sækja eins mörg dummy og hægt var á 4 mínútum hámark 10 af 15.
UF var aðeins nær bráðinni og þurfti ekki að sækja eins mörg dummy.
Unnur Unnsteinsdóttir dæmdi og þökkum við henni kærlega fyrir það og hjálpina.
Um 12 hundar voru skráðir í OF og UF.
Pulsur voru grillaðar og spjallað og hlegið, skemmtilegt kvöld 🙂
OF
1. GG Sef og Guðni
2-3. Yrsa og Einar – Veiðimela Gló og Elías
UF
1. Ice Artemis Dáð og Leifur
2. Hríma og Dagfinnur
Þökkum öllum, styrktaraðilanum Einari G. sem gaf 5 x 15kg af Troll hundafóðri, GS skerping sem mætti með pulsur og grill, Famous Grouse sem gaf viský fyrir fyrsta sæti í báðum flokkum, og öllum þeim sem komu og tóku þátt. Gerum þetta aftur að ári eins og síðustu ár.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.




































Sumargleði Vorsthedeildar og Troll verður haldin miðvikudaginn 29.maí kl.19:00

Staðsetning: Neðan við tankana sem eru fyrir ofan fangelsið á Hólmsheiðinni (sami staður og í fyrra).
Hundarnir spreyta sig í óformlegri sækikepnni á að sækja hina ýmsu bráð, bæði unghundar og eldri hundar.
Unnur Unnssteinsdóttir sér um dómgæslu
Öllum velkomið að taka þátt og kjörið tækifæri fyrir nýliða að kynnast starfinu
GS Skerping mu svo bjóða uppá grillaðar pylsur í loki
Verðlaun í boði Troll hundafóðurs á Íslandi
Þáttökugjald á hund er 2.000 kr,
Vinsamlega sendið
inn skráningu á vorsteh@vorsteh.is
Greiðsla inn á
reikning Vorstehdeildar
0327 – 26 – 057111
Kennitala:
5807111380

Vorstehdeild hefur borist glæsilegur styrkur frá nýjum styrktaraðila. Veiðihúsið Sakka styrkti deildina með tveimur glæsilegum RECORD CHIEF 9 mm. startbyssum sem munu svo sannarlega koma að góðum notum og eru veigamikill hluti í að deildin geti átt sinn eiginn prófkassa
Vorstehdeild þakkar Veiðihúsinu innilega fyrir veglegan styrk