Heiðarpróf FHD 23. apríl nk.

Fuglahundadeild heldur heiðarpróf 23. apríl nk.

Skráningarfrestur lýkur þriðjudaginn 19. apríl.

Dómarar Svafar Ragnarsson (fulltrúi HRFÍ) og Pétur Alan Guðmundsson.  Prófstjóri er Atli Ómarsson
Prófsetning verður auglýst síðar.

Prófað verður í unguhunda- og opnum flokk.  Leiðendur í opnum flokki koma með rjúpu.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikningfélagsins.  Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is og á prófstjóra atlibrendan@gmail.com

Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald er kr. 6.800.-

Við skráningu verður að tiltaka:
Veiðiprófsnúmer: 502204
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild. 

Framkvæmd prófs verður í stórum dráttum eftirfarandi:  Prófsetning snemma dags,  kl: 19:00 verður matur fyrir þá sem vilja taka þátt í því í Sólheimakoti og farið yfir úrslit prófsins.  Fyrirkomulag á matnum verður auglýst sérstaklega.

Eins og ávallt, er áhugasömum velkomið að ganga með á prófinu og kynna sér hvernig heiðarpróf fer fram.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðarpróf FHD 23. apríl nk.

Vorpróf Írsksetterdeidlar 30. apríl nk.

Veiðipróf Írsksetter deildar verður að þessu sinni einn dagur og verður haldið þann 30. apríl Prófað verður í unghunda og opnum flokk. Dómari verður Svafar Ragnarsson og er hann jafnframt fulltrúi HRFÍ Prófstjóri er Egill Bergmann Prófið verður sett í Sólheimakoti og prófsvæðið heiðarnar ofan þess.

Síðasti skráningardagur er 19. apríl. Allir hundar í tegundarhóp 7 velkomnir.

Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald er kr. 6.800.-

Við skráningu verður að tiltaka:
Veiðiprófsnúmer: 502206
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf Írsksetterdeidlar 30. apríl nk.

Heiðarpróf DESÍ 8 – 10 apríl.

Deild enska setans hélt heiðarpórf nú um helgina. Dómari var Mette Møllerop og Guðjón Arinbjarnason sem var janframt fulltrúi HRFÍ. Prófstjóri var Helga María Vilhjálsdóttir. Á föstudeginum komu þrjá einkunnir í hús, allar í opnum flokki, Rjúpnabrekku Miro, enskur seti fékk 1.einkunn, leiðandi Kristinn Einarsson , Kaldbaks Orka, enskur seti fékk 1. einkunn leiðandi Eyþór Þórðarson og Langlandsmoen Black Diamond, enskur pointer fékk 1. einkunn, leiðandi Ásgeir Heiðar. Á laugardeginum náðu Ice Artemis Askur, strýhærður Vorsteh og Andreas Blensner 1. einkunn í unghundaflokki. Í opnum flokki voru það Kaldbaks Snerpa, enskur seti, leiðandi Þorsteinn Friðriksson sem fengu 1 einkunn og einni fengu Kaldbaks Orka, enskur seti, leiðandi Eyþór Þórðarson 1. einkunn. Í dag sunnudag fór keppnisflokkur fram, tvö sæti kom í hús Rjúpnabrekku Miro, enskur seti leiðandi Daníel Kristinsson náðu 1. sæti og Kaldbaks Orka enskur seti leiðandi Eyþór Árnason fengu 2.sæti

Andeass og Askur, Eyþór og Orka, Mette, Steini og Snerpa.

Kristinn og Miro, Mette, Eyþór og Orka.
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðarpróf DESÍ 8 – 10 apríl.

Heiðarpróf DESÍ – Laugardagur

Annar dagur heiðarprófs DESÍ fór fram í dag og dómari prófsins var Mette Møllerop. Vorstehdeild átti flotta fulltrúa í dag og gaman er að segja frá því að unghundurinn Ice Artemis Askur hlaut 1. einkunn í unghundaflokki 😀 Við óskum Andreas Blesner innilega til hamingju með þennan árangur 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðarpróf DESÍ – Laugardagur

Ný stjórn Vorstehdeildar

Ný stjórn tók við á ársfundi deildarinnr þann 31.mars sl. Inn í stjórn komu fjórir nýjir aðilar. Ný stjórn er skipuð þeim, Guðna Stefánssyni, Erlu Svævarsdóttur, Díönu Sigurfinnsdóttur, Inga Mar Jónssyni og Elínu Eddu Alexandersdóttur.

Frá vinstri: Guðni, Erla, Díana, Elín og Ingi.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar

Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2021.

Á ársfundi deildarinnar sem haldinn var þann 31.marsl sl. fór fram heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2021. í unghundaflokki var það Ice Artemis Askur sem er í eigu Andreas Blensner í opnum flokk var það Hlaðbrekku Irma sem er í eigu Stefáns Marshalls, í keppnisflokki var það ISCH RW-17 C.I.B. ISTfCH ISCFtCH Munkefjellets Mjöll eigandi Lárus Eggertsson, „Over All“ titilinn hlaut Hlaðbrekku Irma.

Andreas og Stefán við heiðrun stigahæstu hunda á ársfundi deildarinnar.
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2021.

Nýr fuglahundadómari

Í dag eignuðust við nýjan fuglahundadómara fyrir heiðarpóf , en próf Vorstehdeildar um helgina, Líflands – Arion prófið var ústkriftarpróf Einars Arnars Rafnssonar. Andreas Bjørn og Svafar Ragnarsson sáum um úttektina og í lok prófs í dag var ljóst að 11 ára bið eftir nýjum dómara var lokið. Við óskum Einari hjartanlega til hamingju og okkur öllum sem eigum eftir að njóta krafta hans við dómgæslu á kommandi tímum.

Hér fylgja með nokkrar myndir sem sýna Einar að stöfum um helgina.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr fuglahundadómari

Lokadagur í Líflands – Arion prófinu

Lokadagurinn í þriggja daga Líflands – Arion prófinu í dag. Í dag var keppnisflokkur. Dómarar dagsins voru Andreas Bjørn, Svafar Ragnarson sem var jafnframt fulltrúi HRFÍ dómaranemi Einar Örn, prófstjóri dagsins var Ólafur Ragnarson Veðrið var ekki alveg að vinna með okkur og fresta þurfti prófi fram undir hádegi sökum þ0ku og rigningar. Haldið var á Mosfellsheiðina með jákvæðnina að leiðarljósi, ekki skemmtilegar aðstæður þarf sem rigning og þokan voru ekkert að gefa sig. Eitt sæti náðist í dag, Steinarhlíðar Atlas og Hallur Lund stóðu upp sem sigurvegarar dagsins.

Einar, Svafar, Hallur, Atlas og Andreas

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Lokadagur í Líflands – Arion prófinu

Annar dagur í Líflands – Arion prófinu

Annar dagurinn af þremur í Líflands – Arion prófinu fór fram í dag, laugardaginn 2. apríl.
Dómari dagsins var Andreas Bjørn og dómaranemi var Einar Örn. Prófstjórar dagsins voru Ólafur Ragnarson og Viðar Örn Atlason. Fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson. Blandað partí var í dag, unghunda- og opinn flokkur. Prófið var haldið á Mosfellsheiðinni. Veðrið var því miður ekki eins ljúft og í gær en það ringdi mikið á mannskapinn í dag. Þrjá einkunnir komu í hús í dag allar í opnum flokki.

  1. einkunn.

Bylur – Breton – Leiðandi Stefán K. Guðjónsson

2. einkunn.

Hrímlands KK2 Ronja – Breton– Leiðandi Viðar Örn Atlasoon

Kaldbaks Orka – Enskur setter – Leiðandi Eyþór Þórðarson

Viðar og Ronja, Einar, Andreas, Bylur og Stefán, Eyþór og Orka Ljósm.Pétur Alan

Í upphafi dags, Einar ræðir við mannskapinn. Ljósm.Pétur Alan
Andreas og Einar Örn í upphafi dags Ljósm. Pétur Alan
Í upphafi dags Ljósm. Pétur Alan
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Annar dagur í Líflands – Arion prófinu

Fyrsti dagur í Líflands – Arion prófinu í dag.

Fyrsti dagurinn af þremur í Líflands – Arion prófinu fór fram í dag, föstudaginn 1. apríl.
Dómari dagsins var Andreas Bjørn og dómaranemi var Einar Örn. Prófstjórar dagsins voru Ólafur Ragnarson og Viðar Örn Atlason. Fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson. Blandað partí var í dag, unghunda- og opinn flokkur. Prófið var haldið á Mosfellsheiðinni í mildu veðri, hiti í kringum frostmark og hægur vindur. Þrjár einkunnir komu í hús í dag, allar í opnum flokki.

  1. einkunn.

Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer – Leiðandi Ásgeir Heiðar

2. einkunn.

Hrímlands KK2 Ronja – Brenton – Leiðandi Viðar Örn Atlasoon

Steinahlíðar Atlas – Enskur setter – Leiðandi Steingrímur Hallur Lund

Þátttankendur við upphaf dags. Ljósmynd Pétur Alan
Einkunnahafar dagsins, fh. Viðar og Ronja, Einar Örn, Demanturinn og Ásgeir Heiðar
Andrea B., Steingrímur og Atlas. Ljósmynd Pétur Alan
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsti dagur í Líflands – Arion prófinu í dag.