Nýr styrktaraðili!

Vorstehdeild hefur borist glæsilegur styrkur frá nýjum styrktaraðila. Veiðihúsið Sakka styrkti deildina með tveimur glæsilegum RECORD CHIEF 9 mm. startbyssum sem munu svo sannarlega koma að góðum notum og eru veigamikill hluti í að deildin geti átt sinn eiginn prófkassa

Vorstehdeild þakkar Veiðihúsinu innilega fyrir veglegan styrk

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr styrktaraðili!

Nýr íslenskur dómari fyrir Tegundarhóp 7 !

Guðni Stefánsson sem er útskrifaður sækiprófsdómari í Noregi, sótti um Íslensk réttindi sem sækiprófsdómari á veiðiprófum Tegundarhóps 7.
Íslensku réttindin hafa nú verið staðfest af Norska og Íslenska dómararáðinu og Stjórn HRFÍ.
Við höfum því fengið nýjan íslenskan dómara 🙂
Til hamingju Guðni !
Þess má geta að Guðni dæmir fyrsta sækipróf sumarsins hjá Vorstehdeild helgina 22-23 júní. Mætum þar 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr íslenskur dómari fyrir Tegundarhóp 7 !

Íslendingur Best in show !

IceArtemis Tinika strýhærður Vorsteh, tók í dag þátt í 200 hunda sýningu í Noregi,
Fellesutstillingen i Akershus, og sigraði 🙂 Dómar var Petter Steen
Tininka er ræktuð af Lárusi Eggertsyni og er undan Munkefjellets Mjöll og Ice Artemis Arko.
Munkefjellets Mjöll er undan rakkanum NUCh SEUCh NJCh J(K)Ch Stakkhaugens Faio frá Ellen Marie Imshaug (sem var hér hjá okkur síðasta sumar ) og tíkinni B Ronju frá Ole Foyn. Ole Foyn fékk svo Tininku frá Lárusi til Noregs. Ellen sýndi Tininku sem er aðeins 10 mánaða og sigraði sýninguna 🙂 Vel gert, frábær árangur og ljóst að við erum með frábæra hunda hérna á litla Íslandi 🙂
Innilega til hamingju Ice Artemis ræktun 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Íslendingur Best in show !

Félagsfundur 9 mai !!

Félagasfundur á vegum deilda í tegundahóp 7 fimmtudaginn 9. maí kl.20:00 í Sólheimakoti.

Dagskrá.

1. Æfingar og próf í sumar

2. Námskeið í sumar.

3. Nýjar veiðiprófsreglur

4. Önnur mál

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Félagsfundur 9 mai !!

Vorpróf FHD

Vorpróf Fuglahundadeildar var haldið helgina 4-5 mai í frábæru veðri.
Á laugardeginum var OF þar sem 8 hundar voru skráðir, dómari Leif Jonny Weium og KF þar sem 7 hundar kepptu, dómarar Kjell Enberget og Bard Johansen .
5 Vorstehhundar tóku þátt þennan dag og eftir daginn voru það

Óskar Hafsteinn Halldórsson og Veiðimela Yrja sem náðu 1. einkunn í OF eftir flotta vinnu. Við óskum Óskari innilega til hamingju með árangurinn, vel gert 🙂


Í Keppnisflokki náðu Guðni Stefánsson og GG Sef / Guffi 3. sæti. Innilega til hamingju með árangurinn Guðni 🙂

Á sunnudeginum voru 12 hundar í blönduðu UF/OF partýi, dómari Bard Johansen
4 Vorstehhundar tóku þátt í þessum hóp, 3 í UF og 1 í OF. Það var
Jón Hákon Bjarnason og Fjallatinda Skuggi sem náðu 2. einkunn og besti hundur í unghundaflokki. Við óskum Jóni innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Þökkum FHD fyrir flott próf 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf FHD

Sýningaþjálfun Vorstehdeildar fyrir júnísýningu HRFÍ

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjálfun Vorstehdeildar fyrir júnísýningu HRFÍ

Christine Due með námskeið á vegum Vorstehdeildar !

Christine Due verður með námskeið á Íslandi 15 – 16 júní 2019.

Boðið verður upp á þrjá flokka, unghundar, hundar eldri en 2ja ára með litla reynslu og hundar eldri en 2ja ára sem eru lengra komnir.
Hámarsfjöldi í hverjum hóp er 8 hundar.

Námskeiðin standa yfir laugardag og sunnudag í 2- 4 klst í seinn hver hópur, hópaskipting verður gefin út þegar fjöldi þátttakenda er ljós.

Það sem verður farið í á þessum námskeiðum er:

Hundar yngri en 2ja ára: innkall, sitja, liggja, taumganga með og án taums, sækivinna, stýring og  spor.

Hundar endri en 2ja ára með litla reynslu: innkall, sitja, liggja, taumganga með og án taums, spor, vatnavinna og skotþjálfun.

Hundar eldri en 2ja ára með reynslu: sækivinna, vantavinna, spor, o.fl. hundar í þessum hópa þurfa að hafa reynslu.

Verð fyrir hvern hund er 12.000.-

Aðeins 6 –  8 hundar í hóp.

Skráningu líkur miðvikudaginn 15. maí.

Skráningu skal senda á netfangið vorsteh@vorsteh.is skráning er ekki tekin gild nema greiðsla fylgi með og þátttökugjald fæst ekki endurgreitt. Skráningargjald þarf að greiða inn á reikning Vorstehdeildar

327 – 26 – 057111 kennitala 5807111380. Vinsamlega látið kvittun fyrir greiðslu fylgja skráningu.

Hver er Christeine Due ?

Christine á og rekur Kragsborg hundaskólan í Danmörku þar sem hún bíður upp á námskeið fyrir veiðihunda. En faðir Christine, Anders Due stofnaði Kragsborg árið 1972. Christine er með 15 ára reynslu í kennslu, hefur veitt og tekið þátt í veiðiprófum í rúm 20 ár með frábærum árangri. Meða annars hefur hún unnið Saint Hubertus World Championship fimm sinnum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Christine Due með námskeið á vegum Vorstehdeildar !

Vorsteh.is lénið, Einar og Óðinn

Oðinn 23.10.´06 005
Það er gaman að segja frá því að árið 2005 sýndi  Einar Hallson þá fyrirhyggju að sækja um lénið Vorsteh.is. Þegar Vorstehdeild HRFÍ var stofnuð  2008 og heimasíða gerð lét hann deildina hafa lénið.
Einar átti snögghærða Vorstehhundinn ISCh ISFtCh Óðinn sem fæddur var 2002. Óðinn var undan Radbach’s Silver Bullet og Gæfu Ölmu sem var úr fyrsta gotinu hjá Ívari Erlendssyni.
Alla tíð hefur Einar borgað árgjaldið af léninu, sem er góður stuðningur við deildina, safnast þegar saman kemur á þessum árum, og þökkum við Einari kærlega fyrir fyrirhyggjuna og stuðninginn.
Núna er Vorstehdeild tekin við sem rétthafi lénsins. Einar vildi engar þakkir fyrir en við verðum nú aðeins að minnast á þetta 😊
Aftur að Óðni.
Hann er sennilega yngsti hundurinn sem hefur fengið 1.einkunn í Opnum flokki, en það gerðist einmitt á tveggja ára afmælisdeginum hans 😊  Óðinn varð einnig veiðimeistari fyrir 3ja ára aldurinn ásamt því að verða sýningarmeistari. Frábær árangur.
Einar sendi okkur þessa flottu mynd af Óðni ásamt upplýsingum um árangur hans á veiðiprófum. Takk fyrir okkur Einar !
ScreenHunter 40 ScreenHunter 41

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorsteh.is lénið, Einar og Óðinn

Belcandopróf Vorstehdeildar – úrslit

Belcandopróf Vorstehdeildar var haldið núna um helgina. Dómari var Alexander Kristiansen frá Noregi.
Unghundar byrjuðu á föstudeginum í sól og frábæru veðri, en kannski helst til rólegum vindi þar sem gufustrókarnir frá Hellisheiðarvirkjun stóðu lóðbeint upp í loftið. Prófstjóri var Sigurður Ben Björnsson. Farið var upp á Gumma Bogg og gengið niður í átt að Lyklafelli og svo hring í vestur. Nokkrir fuglar fundust en engin var fuglavinnan þótt að sumir hafi fengið góðan séns á henni. Ungundarir að vinna fínt og fengu rúman tíma.

Á laugardeginum var farið frá Nesjavallaveginum, rétt fyrir ofan Gumma Bogg og upp á heiði í átt að Borgarhólum. Prófstjóri var Guðni Stefánsson. Það var fullt blandað party, 4 UF og 10 OF hundar.
Frábært veður, heldur meiri vindur en daginn áður sem var frábært, og kalt. Einar Guðna var göngustjóri og það var ekki lengi beðið eftir að fyrstu fuglar dagsins fundust og svo stóðu menn í fugli upp í mitti allan daginn, sem varð ekki svo langur af þeim sökum og mikið fjör. Úrslit laugardagsins voru eftirfarandi:
UF
Almkullens Hrima, Breton, leiðandi Dagfinnur Smári Ómarsson  1. einkunn.
OF
Rypleja’s Klaki,  Breton, leiðandi Dagfinnur Smári Ómarsson 1.einkunn
Veiðimela Jökull, Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson 2.einkunn
Rjúpnasels Rán, ES, leiðandi Eyþór Þórðarson 3.einkunn

Á sunnudeginum var sama upp á teningnum með veðrið, frábært veður og farið á svipaðan stað og daginn áður. Prófstjóri var Guðni Stefánsson og dómaranemi var Einar Örn.  Þennan daginn var bara OF og 10 hundar mættir. 3 mínútum eftir fyrsta slepp kom fyrsti standurinn og svo var aftur nóg af fugli og endalausir sénsar.
Það er skemmst frá því að segja að sömu OF hundarnir og höfðu landað einkunn daginn áður voru þeir sem stóðu uppi með einkunn eftir daginn.
OF
Rypleja’s Klaki,  Breton, leiðandi Dagfinnur Smári Ómarsson 1.einkunn
Veiðimela Jökull, Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson 3.einkunn
Rjúpnasels Rán, ES, leiðandi Eyþór Þórðarson 3.einkunn

Alla dagana var reynt að lýsa prófinu á Belcandoisland snappinu og svo á laugardag og sunnudag var prófi slitið í Sólheimakoti með  rjómavöfflum og kaffi að hætti Diönu ásamt kræsingunum frá Ljósasmiðjunni.

Það er óhætt að segja að Dagfinnur hafi gert góðan túr suður fyrir heiðar, fer norður með
3 x 1.einkunn, klifjaður af fóðri, viskýi og glösum 😉

Stjórn Vorstehdeildar óskar einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þáttökuna.

Ekki má gleyma að þakka öllum sem hjálpuðu til. Sigga Benna fyrir prófstjórn á föstudegi, Einari Guðna fyrir að hjálpa okkur að finna svæði og stjórna göngunni og fleirum sem lögðu hönd á plóg. Styrktaraðilar fá ómældar þakkir, Belcando og Famous Grouse og svo Ljósasmiðjan fyrir frábært morgunverðarhlaðborð.

Hér eru nokkrar myndir frá helginni og af einkunnarhöfum og Ívari Erlends að blása til veislunnar 😉

20190405_092942 20190405_093516 20190405_104900 20190405_111213 20190406_094158 20190406_094202 20190406_094206 20190406_170321(0) 20190406_170438 20190406_170522 20190406_170559 20190406_170702(0) 20190407_154024(0) 20190407_154030 20190407_154135 20190407_154208 20190407_154252 56382718_10216118842697380_6740144494609432576_n 56913287_10216118841977362_8279898898814730240_n 34078971900_0785831626_o

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Belcandopróf Vorstehdeildar – úrslit

Ráslisti fyrir Belcando próf

Prófið er sett alla dagana í Sólheimakoti kl. 9:00 nema annað sé tekið fram. Prófi verður einnig slitið í Sólheimakotin nema annað sé tekið fram. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin rjúpur.

Föstudagur 5. apríl

Dómari: Alexander Kristiansen

Dómaranemi: Einar Örn Rafnsson

Unghundaflokkur:

1. Fjallatinda Ýrr
2. Fjallatinda Freyr
3. Fjellamellas AC Nordan Garri
4. Almkullens Hrima
5. Fjallatinda Daniela Darz Bór

Laugardagur 6. apríl

Dómari: Alexander Kristiansen

Unghundaflokkur:

1. Fjallatinda Ýrr
2. Almkullens Hrima
3. Fjellamellas AC Nordan Garri
4. Fjallatinda Daniela Darz Bór

Opinn flokkur:

1.  Veiðimela Yrja
2.  Rjúpnabrekkur Black
3.  Rypleja’s Klaki
4.  Háfjalla Askja
5.  Húsavíkur Fönn
6.  Rjúpnasels Rán
7.  Vatnsenda Aron
8.  Veiðimela Jökull
9.  Bylur
10.Vatnsenda Karma

Sunnudagur 7. apríl

Dómari: Alexander Kristiansen

Dómaranemi: Einar Örn Rafnsson

Opinn flokkur:

1.   Rjúpnabrekkur Black
2.   Húsavíkur Fönn
3.   Rypleja’s Klaki
4.   Rjúpnasels Rán
5.   Vatnsenda Bjartur
6.   Bylur
7.   Veiðimela Yrja
8.  Vatnsenda Karma
9.   Veiðimela Jökull
10. Vatnsenda Aron

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ráslisti fyrir Belcando próf